Menu Content/Inhalt
ForsÝ­a arrow Kennarar
Si­areglur heilsunuddara PDF Print Senda
 Félag Íslenskra Heilsunuddara hefur
sett sér eftirfarandi siðareglur

1.
Nuddarinn skuldbindur sig til að gæta fyllstu þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum hvað varðar öll þau mál sem hann verður áskynja í starfi. Þagnarskyldan helst alla ævi. Allar skýrslur um skjólstæðinga skulu geymdar þar sem óviðkomandi komast ekki í þær.

2.
Nuddara ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni, kynna sér nýjungar er varða starfið og varðveita hæfni sína með námi sem kann að vera í boði hverju sinni. Hann skal haga svo störfum sínum að hann sé stétt sinni til sóma. Hann skal vísa skjólstæðingi sínum til annarra fagmanna ef hann telur að það sé skjólstæðingi hans fyrir bestu.

3.
Ekki má neita um nuddþjónustu vegna kynþáttar, litarháttar, sjúkdóma, fötlunar, þjóðernis, aldurs, kyns, kynhneigðar, trúar, stjórnmálaskoðana, þjóðfélagsstöðu eða annars konar fordóma. Hann skal tala af virðingu um þá, sem þiggja hjá honum meðferð og ekki misnota tengsl sín við þá.

4.
Félagsmanni er óheimilt að eiga kynferðislegt samband við skjólstæðing sinn. Hann skal gæta þess að særa á engan hátt blygðunarsemi þeirra sem þiggja hjá honum meðferð. Hann skal ekki veita meðferð sem felur í sér snertingu kynfæra.

5.
Forráðamönnum barna yngri en 16 ára skal heimilað að vera viðstaddir meðferð barnsins ef þeir óska þess.

6.
Félagsmaður skal ekki veita meðferð undir áhrifum áfengis, lyfja eða annarra efna sem slæva dómgreind hans og athygli.

7.
Þegar meðferð er veitt skal félagsmaður vera hreinn og snyrtilegur til fara. Hann skal gæta hreinlætis í hvívetna og tryggja að húsnæði og búnaður sé hreinn og í góðu ástandi.

8.
Félagsmaður virðir fagþekkingu, færni, skyldur og jákvæð samskipti við aðra menn innan eigin stéttar og við þá sem tilheyra öðrum fagstéttum.

 
< Fyrri
--------------