Menu Content/Inhalt
ForsÝ­a arrow Nemanudd
Nuddskˇlanum loki­ Ý ßr PDF Print Senda
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Nuddskóla Íslands var slitið þann 12. apríl síðastliðinn. Það mátti sjá söknuð og gleði svífa yfir salnum í Nuddskólanum þar sem brautskráningin fór fram.  Sýndar voru myndir frá skólastarfi vetrarins á meðan gestir gengu í salinn og komu sér fyrir í sínum sætum. Rifjaðist margt upp fyrir nemendum á meðan. Athöfnin sjálf hófst á því að afhentur var vitnisburður vetrarins og allir fengu litlar gjafir og spakmæli sem þeir lásu upp að skilnaði. 

Síðan fengu nemendur tækifæri til að verðlauna kennara með hæfilegu blandi af gríni og alvöru.

Að lokum sleit skólastjóri skólanum í ár og hvatti nemendur til áframhaldandi góðra verka. Síðan var haldið út í sólina til myndatöku. Þetta er annað árið í röð þar sem sú gula á himninum skartar sínu fegursta á útskriftardegi Nuddskólans. 

Síðan hefur sú hefð myndast að kennari heildræna nuddsins bjóði til veislu heima hjá sér og þar var sameiginlegt borðhald og gítarspil fram eftir kvöldi. Varð skólastjóra að orði að það mætti taka upp kórstarf í skólanum á veturna, allavega var krafturinn í söngnum mikill og góður og vel studdur af kunnum leikara af yngri kynslóðinni. Kom þar vel í ljós fjölhæfni sem hinir nýbökuðu leikarar búa yfir í söng, leik og dansi.

Eitthvað dreifðist hópurinn þegar líða tók á kvöldið og rétt áður en skipti í nýjan dag þá héldu þeir yngstu og poppuðustu í hópnum í miðbæinn, aðeins eldri og dannaðri hópur stefndi á dansiball á Players og hinir öldruðu kennarar geispuðu og sóttu heim í heita sæng, nema einn kennari sem situr ekki á liði sínu þegar gott dansiball er í boði.

Frábært kvöld, glæsilegur vetur að baki, margir efnilegir nuddarar útskrifaðir sem eiga eftir að gera góða hluti til eflingar heilsu landsmanna. 
 
< Fyrri   NŠst >
--------------